Fréttir

Íbúum í Skagafirði fjölgaði um 69 milli ára

Fjölda íbúa í sveitarfélögum á Íslandi fjölgaði um 1,3% milli ára samkvæmt tölum Þjóðskrár en miðað er við tímabilið frá 1. nóvember 2024 til 1. nóvember 2025. Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 60 milli ára, eða um 0,8%, en mest var fjölgunin í Skagafirði. Þar töldust íbúar vera 4.500 nú í byrjun mánaðar og hafði fjölgað um 69 frá fyrra ári en það er 1,6% fjölgun. Þá fjölgaði sömuleiðis í Húnaþingi vestra um 1% og teljast íbúar þar nú vera 1.362 en voru ári áður 1.249.
Meira

Sungið til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Sannkölluð tónlistarveisla verður í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardag 15. nóvember þegar tríóið Hljómbrá heldur tónleika ásamt hljómsveit og gestasöngvurum.
Meira

Sagan er skrifuð í Síkinu

Það er langt frá því á hverjum degi sem lið Tindastóls og Manchester mætast á íþróttavellinum og sennilega má slá því föstu að leikur liðanna í Síkinu í kvöld sé í fyrsta sinn sem þess stórveldi í boltanum leiða saman hesta sína. Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna í Síkið og hvetja Stólana til sigurs, það er rennifæri og veðurspáin fín og hlýtt og gott í Síkinu.
Meira

Æskulýðsbikar LH til Skagfirðings

Skagfirðingur hlaut á dögunum Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga sem veittur er árlega því félagi sem hefur skarað fram úr í æskulýðsstarfi á liðnu ári. Valið byggir, á innsendum æskulýðsnefndaskýrslum, og er það æskulýðsnefnd LH sem hefur það verkefni að velja handhafa bikarsins.
Meira

Birgitta og Elísa í landsliðshópnum hjá Donna

Fyrir helgi var tilkynnt um val Halldórs Jóns Sigurðssonar (Donna), landsliðsþjálfara U19 kvenna í knattspyrnu, á hópnum sem tekur þátt í undankeppni EM 2026. Tveir leikmanna Tindastóls, þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir, eru í hópnum auk þess sem Hrafnhildur Salka Pálmadóttir sem lék með Stólastúlkum í sumar, en var að láni frá Val, er í hópnum.
Meira

Jón Björnsson fjallaði um engla

Sunnudaginn 9. nóvember flutti Jón Björnsson frá Húnsstöðum, sálfræðingur og rithöfundur, fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sem bar yfirskriftina Um Engla. Fjallaði Jón þar um margs konar engla sem sagðir eru ósýnilegar verur sem þjóna drottni og vegsama hann og gegna mismunandi hlutverkum í boði drottins. Þrátt fyrir ósýnileikann hafa listamenn um aldir myndgert engla og sýndi Jón fjölmörg dæmi um þá merkilegu listsköpun.
Meira

Kajakræðarar í Miðfirði komust í hann krappan

Kajakræðari lenti í vandræðum innst í Miðfirði um helgina rétt við ósa Miðfjarðarár og var viðkomandi bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæsunnar. Í frétt á Húnahorninu segir að Neyðarlínunni hafi verið gert viðvart og félagar úr Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga voru boðaðir út á hæsta forgangi.
Meira

Álagningarhlutfall fasteigna í Skagafirði lækkað

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar 22. október sl. var ákveðið að lækka álagningarhlutfall fasteigna í A-flokki úr 0,47% í 0,435%. Til þess flokks teljast öll íbúðarhús, sumarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, ásamt jarðeignum.
Meira

Pétur Sighvats úrsmiður og stöðvarstjóri á Sauðárkróki | 150 ára afmæli 6. nóvember 2025

Á þessu herrans ári, þann 6. nóvember 2025, verða liðin 150 ár frá fæðingardegi Péturs Sighvats, úrsmiðs og símstöðvarstjóra á Sauðárkróki, sem fæddist þennan dag árið 1875 á Höfða í Dýrafirði. Vegna þessara tímamóta hafa eftirfarandi minningabrot verið tekin saman til þess að rifja upp söguna sem hann var þátttakandi í en sú saga og saga Sauðárkróks og nærsveita áttu sér farsæla samleið.
Meira

Látlaust veður í kortunum

Ekki er annað að sjá í veðurspám en að skaplegt veður verðir ríkjandi á Norðurlandi vestra næstu vikuna. Alla jafna verður tíðindalítið veður en framan af viku er spáð norðaustanátt en þar sem hún lætur til sín taka má reikna með nokkrum vindi. Hiti verður í kringum frostmark.
Meira