„Ef leikurinn tapast verður veturinn þungur og erfiður“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
17.09.2025
kl. 19.13
Það er leikur á föstudaginn. Neinei, ekki körfuboltaleikur. Það er sjaldgæfur undanúrslitaleikur og alvöru grannaslagur í Fótbolti.net bikarnum. Ef þessi leikur væri frímerki þá væru allir safnararnir óðir og uppvægir í að komast yfir hann. Við erum að tala um aðra innbyrðisviðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar í sögunni. Slagurinn um montréttinn á Norðurlandi vestra. Feykir tók púlsinn á varafyrirliða Kormáks/Hvatar, Sigurði Pétri Stefánssyni, og spurði meðal annars hvað hann gæti sagt okkur fallegt um lið Tindastóls...
Meira